Íbúðalánin líklega ólögmæt 17. júní 2010 06:00 Gylfi Magnússon „Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár. Hann segir ágætt að fá niðurstöðu í málið, dómurinn sé skýr og liggi nú fyrir hvernig eigi að fara með gengistryggð lán. „Næsta skref er að vinna úr þessu," segir hann og bætir við að boltinn sé nú hjá lánveitendum sem þurfi að gera upp lánin miðað við breyttar forsendur og senda út nýja greiðsluseðla. Reikna megi með endurgreiðslu í einhverjum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort breyta þurfi lögum vegna niðurstöðu Hæstaréttar og hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun um slíkt. Gylfi segir að búið sé að kortleggja hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar muni hafa á bankana og fjármögnunarfyrirtækin. „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra. Meiri óvissa sé um það hvernig bílalánafyrirtækjum mun reiða af. Áfallið er mest fyrir þau," segir hann. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á orðalagi lánasamninga fyrirtækjanna. Gylfi segir ljóst að hún muni hafa áhrif á önnur gengistryggð lán með svipuðu orðalagi, þar á meðal íbúðalán. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár. Hann segir ágætt að fá niðurstöðu í málið, dómurinn sé skýr og liggi nú fyrir hvernig eigi að fara með gengistryggð lán. „Næsta skref er að vinna úr þessu," segir hann og bætir við að boltinn sé nú hjá lánveitendum sem þurfi að gera upp lánin miðað við breyttar forsendur og senda út nýja greiðsluseðla. Reikna megi með endurgreiðslu í einhverjum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort breyta þurfi lögum vegna niðurstöðu Hæstaréttar og hefur ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun um slíkt. Gylfi segir að búið sé að kortleggja hvaða áhrif niðurstaða Hæstaréttar muni hafa á bankana og fjármögnunarfyrirtækin. „Fyrir stóru bankana er þetta ákveðið áfall en langt innan þolmarka þeirra. Meiri óvissa sé um það hvernig bílalánafyrirtækjum mun reiða af. Áfallið er mest fyrir þau," segir hann. Niðurstaða Hæstaréttar byggir á orðalagi lánasamninga fyrirtækjanna. Gylfi segir ljóst að hún muni hafa áhrif á önnur gengistryggð lán með svipuðu orðalagi, þar á meðal íbúðalán. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira