Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 06:00 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Mynd/Anton Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki