Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 06:00 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Mynd/Anton Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn