Atli bjóst ekki við ákærum 30. september 2010 04:00 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj
Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira