Frímerkjaörk kemur kvikmyndagyðju aftur í sviðsljósið 16. október 2010 18:16 Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kvikmyndagyðjan Audrey Hepburn er aftur komin í sviðsljós fjölmiðla, nær tveimur áratugum eftir andlát sitt. Frímerkjaörk með 14 frímerkjum sem fer á uppboð í næstu viku veldur því að margir alþjóðlegir fjölmiðlar eru nú að rifja upp ævintýralega ævi bresku leikkonunnar Audrey Hepburn. Hún var á sínum tíma talin ein fegursta kona heimsins þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum. Frímerkin sem hér um ræðir lét þýska póstþjónustan prenta í milljóna upplagi árið 2001. Póstinum láðist þó að leita leyfis hjá syni Hepbrun fyrir þessari útgáfu þannig að upplagið var eyðilagt. En þó ekki alveg allt. Frímerkjaörkin sem hér um ræðir var prufa sem þýski pósturinn sendi syninum þegar frímerkin voru prentuð. Talið er að örkin verði slegin á yfir 500.000 evrur eða hátt í 80 milljónir kr. Þetta verðmat er ekki fjarri lagi því stök frímerki með Audrey Hepburn úr þessari útgáfu hafa verið seld sex sinnum á undanförnum árum. Hæsta verð sem fengist hefur fyrir stakt frímerki er yfir 150.000 dollarar eða um 18 milljónir kr. Audrey Hepburn var mikill mannvinur og lét verulega til sín taka í ýmiskonar góðgerðastarfsemi þegar hún var sem frægust. Öllum ágóða af sölu frímerkjaarkarinnar verður því skipt á milli UNICEF og Audrey Hepburn Children´s Foundation. Audrey Hepburn er aðeins ein af þremur leikkonum í heiminum sem unnið hefur Óskarsverðlaunin og Tony verðlaunin á sama árinu. Óskarinn fékk hún árið 1954 fyrir aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni Roman Holliday. Þar lék hún á móti annarri Hollywood goðsögn, Gregory Peck.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira