Innlent

Ragna verður staðgengill forstjóra

Ragna Árnadóttir Fyrrum dómsmálaráðherra verður skrifstofustjóri Landsvirkjunar.
Ragna Árnadóttir Fyrrum dómsmálaráðherra verður skrifstofustjóri Landsvirkjunar.

Ragna Árnadóttir, sem nýverið lét af embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur verið ráðin skrifstofustjóri Landsvirkjunar.

Skrifstofustjórinn situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, vinnur að samskiptum við stjórnsýslu og hagsmunaaðila og er staðgengill forstjóra í tilteknum verkefnum.

Starfið var auglýst innanhúss í Landsvirkjun, að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Þá var einnig haft samband við valda umsækjendur um störf framkvæmdastjóra fjármálasviðs og þróunarsviðs og þeim gefinn kostur á að sækja um starfið, auk annarra útvalinna.

Tíu sóttu um starfið, en listi yfir umsækjendur fæst ekki afhentur.

Ragna tekur við af Agnari Olsen, sem hefur starfað hjá Landsvirkjun í áratugi og hefur verið skrifstofustjóri frá 2008.

Ragna sótti einnig um stöðu ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu og í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hún dró umsóknir sínar til baka skömmu áður en skipað var í stöðurnar.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×