Bill Gates orðinn viðskiptafélagi Kaupþings 25. desember 2010 12:07 Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gates, stofandi Microsoft og auðugasti maður heimsins, er orðinn viðskiptafélagi slitastjórnar Kaupþings í gegnum bresku íþróttavörukeðjuna JJB Sports. Samkvæmt tilkynningu frá JJB Sports hefur Bill and Melinda Gates Foundation Trust ákveðið að taka þátt í að styrkja fjárhagslegan grundvöll JJB Sports um 31,5 milljón punda eða um 5,7 milljarða kr. Slitastjórn Kaupþings heldur utanum tæplega 30% hlut í JJB Sports en sá hlutur var áður í eigu Chris Ronnie fyrrum forstjóra JJB Sports og Exista. Upphaflegu kaupin á þeim hlut eru m.a. til rannsóknar hjá Serious Fraud Office, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Í frétt um málið á Reuters segir að JJB Sports eigi í fjárhagslegum erfiðleikum og að Bill and Melinda Gates Foundation Trust hafi ásamt þremur öðrum fjárfestum í keðjunni ákveðið að leggja henni til nýtt fé. Samtals fer þessi hópur með rúmlega 44% eignarhlut í JJB Sports, þar af á sjóður Bill Gates og Melindu um 5%. Fram kemur á Reuters að áður en þetta nýja fé kom til var JJB Sports í hættu á að brjóta skilamála á 25 milljón punda láni frá Royal Bank of Scotland. Keðjan hafði gefið út aðvörun um slíkt fyrir mánuði síðan. Bankinn féllst á að gjaldfella ekki lánið þegar lá ljóst fyrir að nýtt fé væri á leið inn í keðjuna. Hlutir í JJB Sports hafa tapað um 83% af gildi sínu á liðnu ári en hækkuðu um 20% s.l. föstudag þegar tilkynnt var um fjárinnspýtinguna.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira