Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli 10. nóvember 2010 05:45 Kristján Möller stýrir viðræðunum., Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs
Fréttir Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira