Rooney, Robinson og Ritchie flækt í skattsvikarannsókn 15. febrúar 2010 10:37 Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjöldi þekktra Breta á borð við fótboltamanninn Wayne Rooney, sjónvarpsstjörnuna Anne Robinson og leikstjórann Guy Ritchie eru nú flækt í skattsvikarannsókn. Þau eiga það sameiginlegt að hjá fjárfest hjá sjóði sem heitir Inside Track.Sjóðurinn sem hér um ræðir er sakaður um að hafa sérhæft sig í að nýta fjárfestingar viðskiptavina sinna á þann veg að viðkomandi borgaði ekki skatt af þeim. Bresk skattayfirvöld standa nú fyrir rannsókn á starfsháttum sjóðsins.Inside Track sjóðurinn er í eigu fjármálafyrirtækisins Ingenious Media en honum var komið á fót fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórn Gordon Brown samþykkti nýja löggjöf sem fól í sér ýmiskonar skattaafslætti handa þeim sem fjárfestu í breskri kvikmyndagerð.Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail var markmið löggjafarinnar að að auðvelda þeim sem áhuga höfðu á því að fjárfesta í breskum kvikmyndum. Nú óttast margir að þekktir og auðugir einstaklingar hafi nýtt sér löggjöfina til að koma tekjum sínum undan skatti.Þegar er búið að breyta fyrrgreindri löggjöf á þann hátt að allar skattaívilnanir fara nú til kvikmyndagerðarmanna/fyrirtækja sjálfra en ekki þeirra sem fjárfesta í viðkomandi myndum.Talsmaður breska skattsins segir að þegar sé búið að loka fyrir skattagötin í löggjöfinni en rannsókn embættisins beinist að því hvort auðugir einstaklingar hafi fyrir þann tíma nýtt sér götin til að komast hjá skattgreiðslum.Talsmaður Ingenious Media segir að Inside Track sé fjárfestingarsjóður fyrir kvikmyndir en ekki til þess að einstaklingar komist hjá skattgreiðslum. Hann segir sjóðinn ekkert hafa brotið af sér og fagnar rannsókn skattyfirvalda.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira