Fjármálaeftirlit Dana bjargaði landinu frá íslensku bankahruni 15. janúar 2010 08:33 Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur bjargaði landinu frá íslensku bankahruni og það gerðist þegar fyrir fimm árum. Þá setti eftirlitið Kaupþingi ströng skilyrði fyrir kaupunum á FIH bankanum. Meðal annars að ekki mætti blanda fjárstreymi frá FIH við íslensku bankastarfsemina.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ef þessi skilyrði hefðu ekki verið sett hefði FIH bankinn að öllum líkindum fallið með Kaupþingi haustið 2008. Það hefði aftur haft mjpög alvarlegar afleiðingar fyrir danska bankakerfið því FIH er helsti lánveitandi 4.500 stórra og meðalstórra fyrirtæja í Danmörku.Í fréttinni er sagt að afleiðingar þess að FIH bankinn hefði komist í þrot hefðu sennilega verið umfangsmeiri en þau vandræði sem sköpuðust þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota.Danska fjármálaeftirlitið samþykkti kaupin á FIH bankanum árið 2004 en Henrik Sjögreen bankastjóri FIH segir að kaupin hafi verið þau fyrstu þar sem að stór danskur banki er keyptur af minni fjármálastofnun frá litlu landi með 300.000 íbúa. Þar að auki hafi þá þegar farið að bera á áhættusækni íslenskra bankamanna.„Það var því þannig að stjónvöld vildu til að tryggja sig fyrir því ómögulega, kerfishruni á Íslandi. Men vildu tryggja að slíkt kæmi ekki til með að hafa áhrif á danska fjármálakerfið," segir Sjögreen.Bankastjórinn er ekki í vafa um að danska fjármálaeftirlitið eigi heiður skilinn fyrir það hvernig staðið var að kaupum Kaupþings á FIH. „Ef starfsemi FIH hefði verið samtvinnuð Kaupþingi hefði FIH lánað fé til viðskiptavina og dótturfélaga Kaupþings," segir Sjögreen. „það með hefði Kaupþing tekið FIH með sér í fallinu."Lars Christensen forstöðumaður greiningar Danske Bank segir að hann upplifi dæmið þannig að danski seðlabankinn, fjármálaeftirlitið og danskir fjárfestar hafi verið með augað á boltanum frá upphafi. „Þeim var fulljóst áhættan sem stafaði af hinu íslenska fjármálakerfi," segir Christensen.Sem kunnugt er af fréttum er FIH i íslenskri eigu og á forræði slitastjórnar Kaupþings. Seðlabankinn á veð í FIH upp á 500 milljónir evra. Þar var um að ræða neyðarlán til Kaupþings á síðustu metrunum fyrir fall bankans.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira