Bandaríska hermálaráðuneytið gaf í gær út fyrirmæli um að nú megi taka homma og lesbíur í herinn, jafnvel þótt þau fari ekki dult með kynhneigð sína.
Síðan 1993 hefur Bandaríkjaher mátt taka samkynhneigða í þjónustu sína, en eingöngu með því skilyrði að þeir láti ekkert uppskátt um kynhneigð sína.
Dómari í Kaliforníu komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að þetta fyrirkomulag stæðist ekki lög. - gb