Sport

Fimm komin með lágmark á Evrópumótið í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir og Bergur Ingi Pétursson.
Ásdís Hjálmsdóttir og Bergur Ingi Pétursson. Mynd/Vilhelm
ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir varð um helgina fimmti íslenski frjálsíþróttamaðurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótinu í frjálsum sem fer fram í Barcelona í júli. Auk hennar hafa tveir FH-ingar og tveir Ármenningar náð lágmörkum á mótið.

Bergur Ingi Pétursson úr FH og Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni voru fyrst til að ná lágmörkunum en það gerðu þau í fyrrasumar og á þessu ári hafa þau Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH áður bæst í hópinn.

Kristín Birna er hinsvegar fyrsti hlauparinn sem nær þessum lágmörkum en Bergur, Ásdís og Óðinn eru öll kastarar og Helga Margrét keppir í sjöþraut.

Þeir sem hafa náð lágmarki á EM í Barcelona:

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni spjótkast

Bergur Ingi Pétursson FH sleggjukast

Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni sjöþraut

Óðinn Björn Þorsteinsson FH kúluvarp.

Kristín Birna Ólafsdóttir ÍR 400m grindarhlaup.

Fjögur þeirra eru að fara að keppa í Evrópukeppni landsliða sem fram fer á Möltu um næstu helgi eða öll nema Helga Margrét Þorsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×