Innlent

Fengu konunglega heimsókn

íslenski básinn Haraldur heimsótti íslenska básinn ásamt fylgdarliði sínu eftir að hann hafði sett sýninguna. 
mynd/íslandsstofa
íslenski básinn Haraldur heimsótti íslenska básinn ásamt fylgdarliði sínu eftir að hann hafði sett sýninguna. mynd/íslandsstofa

Haraldur Noregskonungur heimsótti íslenska sýningarsvæðið á sýningunni Nor-Fishing, sem stendur nú yfir í Þrándheimi.

Haraldur setti sýninguna við hátíðlega athöfn í gær, en þetta er í 50. skipti sem hún fer fram. Íslandsstofa skipulagði íslenskan bás þar sem sjö fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Þá eru nokkur önnur íslensk fyrirtæki með umboðsaðilum sínum á sýningunni.

Íslenski básinn var einn af fáum sem konungurinn heimsótti. Í básnum ræddi hann um fyrirtækin sem þar kynna og nýafstaðna veiðiferð sína til Íslands. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×