Vill sameina 80 ríkisstofnanir á næstu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2010 18:30 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur raunhæft að skera niður og sameina allt að 80 ríkisstofnanir á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á flokkstjórnarfundi samfylkingarinnar í dag. Þá ætlar hún að beita sér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingu bankanna verði málinu ekki gerð ítarleg skil í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Jóhanna fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Fram kom í máli Jóhönnu að hún telur rétt sameina ráðuneyti og fækka ráðherrum úr 12 í níu strax þessu ári. Þá boðaði hún frekari niðurskurð í ríkisfjármálum og telur raunhæft að fækka ríkisstofnunum úr 200 í 120 á næstu tveimur til þremur árum. Meðal annars með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu þeirra á milli. "Óhætt er að segja að hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi," sagði Jóhanna í ræðu sinni. Jóhanna sagði að útgerðarmenn væru að reyna fella ríkisstjórnina með allsherjar áróðursstríði. Hún sakaði þá ennfremur um að ógna stöðugleikanum í samfélaginu til að koma í veg fyrir allar breytingar á kvótakerfinu. "Útgerðarmenn hafa svarað öllum tillögum stjórnvalda með hótunum. Það er stundum stór á þeim kjafturinn eins og á skötuselnum." Jóhanna gagnrýndi Framsókn og Sjálfstæðisflokk sérstaklega. "Okkar vandi var og er uppsafnaður vandi frá óstjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. - niðurstaðan af hrunadansi helmingaskiptaflokkanna og skipbrot einkavinavæðingar bankanna og nýfrjálshyggju í efnahagsmálum" Hún sagði að sjálfstæðismenn ættu enn eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. „Enn hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki treyst sér til þess að gera grein fyrir fjárframlögum sem hann fékk á tímum þegar stórir hagsmunaaðilar voru á höttunum eftir eignum ríkisins," sagði Jóhanna en Sjálfstæðisflokkurinn hélt um 150 nöfnum styrktaraðila leyndum af þeim sem styrktu flokkinn. Í þessu ljósi verði að rannsaka einkavæðingu bankanna sérstaklega "Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessu verða gerð skil í rannsóknarskýrslunni, en ég hef þegar ákveðið að verði þau ekki ítarleg mun ég beita mér fyrir setningu laga um sérstaka rannsókn á einkavæðingunni," sagði Jóhanna.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira