Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi 7. janúar 2010 13:26 Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis." Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.Rætt er við Lise Lyck í blaðinu Politiken um Icesave málið. Hún segir að þótt málið virðist vera í óleysanlegum hnút í augnablikinu muni koma fram lausn á því. Hún er ennfremur bjartsýn á framtíð Íslands til lengri tíma litið þótt skammtímahorfur séu vissulega mjög dökkar.„Mesti ótti bankanna er að engin peningar komi til baka, það er að afskrifa þurfi skuldirnar niður í 0," segir Lyck. „Þetta er stærsta martröð bankaheimsins og það er gömul grundvallarregla í þeim heimi að maður á aldrei að drepa skuldunaut sinn. Þess vegna tel ég að nú þegar séu leynilegar samningaviðræður hafnar til að fá fram nýtt samkomulag fari svo að atkvæðagreiðslan endi með höfnun."Lyck segir ennfremur að Bretar og Hollendingar muni að sjálfsögðu ekki segja það opinberlega að þeir séu tilbúnir til að slá af kröfum sínum. „En það eru fleiri möguleikar til staðar," segir Lyck. „Þeir geta lækkað vextina, lengt lánstímann og svo framvegis."
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira