Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands SB skrifar 30. júní 2010 19:44 Christian Wulff, nýr forseti Þýskalands. Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún. Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún.
Erlent Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira