TR krefur erfingjana um ofgreiddan lífeyri 30. september 2010 06:00 Guðrún Lilja Benjamínsdóttir Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að erfingjarnir endurgreiði þær. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
„Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira