Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða Ólafur Stephensen skrifar 1. júlí 2010 00:01 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Þessar tvær eftirlitsstofnanir fjármálageirans telja sig sömuleiðis fara að lögum með því að leggja til að lægstu óverðtryggðir Seðlabankans gildi um lán, sem voru verðtryggð með tengingu við erlenda gjaldmiðla, en að lægstu verðtryggðir vextir gildi um lán, sem hugsanlega verði bundin við hefðbundna verðtryggingu í stað gengistryggingarinnar. Um þetta eru þó klárlega mjög skiptar skoðanir, eins og komið hefur fram eftir að Seðlabankinn og FME gáfu út tilmælin. Stofnanirnar eru gagnrýndar fyrir að fara ekki að lögum, enda hafa flestir lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um dóm Hæstaréttar, talið að eftir að gengisbindingin var úrskurðuð ólögmæt, stæðu upprunalegir vextir eftir. Þeir eru afar lágir og yfirleitt miðaðir við vexti í þeirri mynt, sem lánin voru upphaflega bundin við, en ekki hina háu vexti sem gilt hafa um skuldbindingar í íslenzkum krónum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að enginn hefði fengið lán á slíkum vöxtum án verð- eða gengistryggingar þegar lánin voru tekin og enginn fengi lán á slíkum kjörum í dag. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, hefur bent á að miðað við 8,5% óverðtryggða vexti séu þeir sem tóku gengistryggðu lánin mun betur settir en miðað við upphaflegu gengistrygginguna. Þeir eru hins vegar að sjálfsögðu verr settir en ef upphaflegu vextirnir giltu eingöngu, án nokkurrar annarrar viðmiðunar. Arnór hefur sömuleiðis bent á að verði eingöngu samningsvextirnir látnir gilda þýði það áfall fyrir fjármálafyrirtækin, sem geti komið niður á almannahagsmunum. Skattgreiðendur geti neyðzt til að veita fjármálakerfinu enn frekari stuðning og högg á fjármálakerfið kæmi efnahagslífinu í heild sinni illa. Það jákvæða við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er að fjármálastofnanir geta tímabundið samræmt viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar og allir lánþegar fá þannig sömu meðferð í þeirri óvissu, sem enn ríkir. Þau eru sömuleiðis viðmiðun, sem tryggir ákveðinn stöðugleika þar til úr þeirri óvissu verður greitt. Það blasir hins vegar við að dómstólar verða aftur að koma til skjalanna og úrskurða meðal annars um hvort tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eigi sér lagastoð. Á endanum verður það Hæstaréttar að úrskurða um endanlegan útreikning og vaxtaviðmiðun myntkörfulánanna. Stjórnvöld þurfa öll að leggjast á eitt til að tryggja að sú niðurstaða fáist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Þessar tvær eftirlitsstofnanir fjármálageirans telja sig sömuleiðis fara að lögum með því að leggja til að lægstu óverðtryggðir Seðlabankans gildi um lán, sem voru verðtryggð með tengingu við erlenda gjaldmiðla, en að lægstu verðtryggðir vextir gildi um lán, sem hugsanlega verði bundin við hefðbundna verðtryggingu í stað gengistryggingarinnar. Um þetta eru þó klárlega mjög skiptar skoðanir, eins og komið hefur fram eftir að Seðlabankinn og FME gáfu út tilmælin. Stofnanirnar eru gagnrýndar fyrir að fara ekki að lögum, enda hafa flestir lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um dóm Hæstaréttar, talið að eftir að gengisbindingin var úrskurðuð ólögmæt, stæðu upprunalegir vextir eftir. Þeir eru afar lágir og yfirleitt miðaðir við vexti í þeirri mynt, sem lánin voru upphaflega bundin við, en ekki hina háu vexti sem gilt hafa um skuldbindingar í íslenzkum krónum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að enginn hefði fengið lán á slíkum vöxtum án verð- eða gengistryggingar þegar lánin voru tekin og enginn fengi lán á slíkum kjörum í dag. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, hefur bent á að miðað við 8,5% óverðtryggða vexti séu þeir sem tóku gengistryggðu lánin mun betur settir en miðað við upphaflegu gengistrygginguna. Þeir eru hins vegar að sjálfsögðu verr settir en ef upphaflegu vextirnir giltu eingöngu, án nokkurrar annarrar viðmiðunar. Arnór hefur sömuleiðis bent á að verði eingöngu samningsvextirnir látnir gilda þýði það áfall fyrir fjármálafyrirtækin, sem geti komið niður á almannahagsmunum. Skattgreiðendur geti neyðzt til að veita fjármálakerfinu enn frekari stuðning og högg á fjármálakerfið kæmi efnahagslífinu í heild sinni illa. Það jákvæða við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er að fjármálastofnanir geta tímabundið samræmt viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar og allir lánþegar fá þannig sömu meðferð í þeirri óvissu, sem enn ríkir. Þau eru sömuleiðis viðmiðun, sem tryggir ákveðinn stöðugleika þar til úr þeirri óvissu verður greitt. Það blasir hins vegar við að dómstólar verða aftur að koma til skjalanna og úrskurða meðal annars um hvort tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eigi sér lagastoð. Á endanum verður það Hæstaréttar að úrskurða um endanlegan útreikning og vaxtaviðmiðun myntkörfulánanna. Stjórnvöld þurfa öll að leggjast á eitt til að tryggja að sú niðurstaða fáist sem allra fyrst.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun