Innlent

Mælt gegn notkun tækjanna

göngugrind Barnalæknar og sérfræðingar mælast til þess að foreldrar láti ekki ung börn sín í göngugrindur vegna slysahættu.
göngugrind Barnalæknar og sérfræðingar mælast til þess að foreldrar láti ekki ung börn sín í göngugrindur vegna slysahættu.

Göngugrindur eru sú barnavara sem orsakar flest slys á börnum í Evrópu. Níutíu prósent slysa í göngugrindum orsaka áverka á höfði og yfir 30 prósent valda áverka á heila barna. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn evrópsku öryggissamtakanna The European Child Safety Alliance og evrópsku neytendasamtakanna Anec.

Herdís L. Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, segir tækin afar varasöm og foreldrar ættu að gæta fyllstu varúðar við notkun þeirra.

„Barnalæknar og sérfræðingar mæla gegn notkun á þessum tækjum,“ segir Herdís. „Þetta er í raun óþarfa búnaður.“

Herdís hefur fengið nokkur alvarleg tilfelli inn á borð til sín þar sem slys hafa orðið af völdum göngugrinda. Brunaslysin segir hún einna verst, en fallhætta og annað slíkt geti líka verið mjög alvarleg.

Hér á landi hafa orðið alvarleg brunaslys á andliti og bringu barna í göngugrindum. Einnig hefur það gerst að börn hafa verið sett of ung í grindurnar svo þau geta ekki haldið sér uppi og þar af leiðandi verið nærri köfnun. Þó er fall algengasta orsök slysa og þar á eftir er bruni og eitranir sem er afleiðing þess að grindurnar auðvelda börnunum aðgang að efnunum. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×