Nei til EU samtökin norsku krefjast meiri aðstoðar til Íslands 18. janúar 2010 09:19 Nei til EU samtökin í Noregi krefst þess að norsk stjónvöld veiti Íslendingum meiri aðstoð og segir í yfirlýsingu að það geti ekki þjónað hagsmunum Noregs að Ísland verði fátæktarland með velferðarkerfi sitt í molum.Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no en Nei til Eu er eins og nafnið bendir til samtök gegn aðild Noregs að ESB. Samtökin sendu frá sér mjög harðorða yfirlýsingu um málið í gærdag þar sem segir að stoppa verði ruddaskap ESB landanna Bretlands og Hollands ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í garð Íslands.Fram kemur í yfirlýsingunni að Nei til Eu samtökin telji það sanngjarnt að almenningur á Íslandi fái að láta álit sitt í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið vegna þeirra víðtæku áhrifa sem frumvarpið hefur í för með sér fyrir þjóðina.„Alþjóðasamfélagið verður að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt Íslands og réttinn til að leita til dómstóla með málið," segir í yfirlýsingunni. „Bæði Alþingi og forsetinn segja skýrt að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar."Þá gerir Nei til EU þá kröfu til norskra stjórnvalda að efnahagsaðstoð frá Noregi megi ekki binda við óheyrilegar kröfur frá Bretlandi og Hollandi. „Þvert á móti ber Noregi að auka stuðning sinn við Íslendinga þar sem slíkt muni hjálpa nágrönnum í vanda," segir í yfirlýsingunni. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nei til EU samtökin í Noregi krefst þess að norsk stjónvöld veiti Íslendingum meiri aðstoð og segir í yfirlýsingu að það geti ekki þjónað hagsmunum Noregs að Ísland verði fátæktarland með velferðarkerfi sitt í molum.Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no en Nei til Eu er eins og nafnið bendir til samtök gegn aðild Noregs að ESB. Samtökin sendu frá sér mjög harðorða yfirlýsingu um málið í gærdag þar sem segir að stoppa verði ruddaskap ESB landanna Bretlands og Hollands ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í garð Íslands.Fram kemur í yfirlýsingunni að Nei til Eu samtökin telji það sanngjarnt að almenningur á Íslandi fái að láta álit sitt í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave frumvarpið vegna þeirra víðtæku áhrifa sem frumvarpið hefur í för með sér fyrir þjóðina.„Alþjóðasamfélagið verður að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt Íslands og réttinn til að leita til dómstóla með málið," segir í yfirlýsingunni. „Bæði Alþingi og forsetinn segja skýrt að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar."Þá gerir Nei til EU þá kröfu til norskra stjórnvalda að efnahagsaðstoð frá Noregi megi ekki binda við óheyrilegar kröfur frá Bretlandi og Hollandi. „Þvert á móti ber Noregi að auka stuðning sinn við Íslendinga þar sem slíkt muni hjálpa nágrönnum í vanda," segir í yfirlýsingunni.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira