Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir. Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur. Íslenski handboltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira