Ríkið verður af milljarðatekjum 30. september 2010 03:45 Hörður Arnarson Forstjóri Landsvirkjunar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starfsemi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu samtals um einn milljarð króna í skatta. Það jafngildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norðurlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagður af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu milljarða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tvísköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira