Viðskipti erlent

Slegist um hluti í Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn

Slegist hefur verið um hluti í skartgripafyrirtækinu Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Verð á hlut er komið í 245,5 danskar kr. en það byrjaði daginn í 210 dönskum kr.

Samkvæmt frétt um málið í Politiken var markaðsvirði Pandóru komið í yfir 31 milljarð danskra kr. eða yfir 620 milljarða kr. eftir að viðskipti höfðu staðið yfir í hálftíma.

Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir að þessi skráning Pandóru á markað heppnist vel eins og áður hefur komið fram í fréttum á visir.is.




Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Pandóra eykur við gjaldeyrisforðann

Mikil umfjöllun hefur verið um komandi markaðsskráningu skartgripafyrirtækisins Pandóru í dönskum fjölmiðlum í liðinni viku. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Kaupþings eiga mikið undir, eða allt að 20 milljörðum kr., að skráningin heppnist vel. Flest bendir til að svo verði og er áhugi fjárfesta á Pandóru gríðarlegur í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×