Innlent

Fyrirskipaði fjölda morða

Igor Izmestjev
Igor Izmestjev

Igor Izmestjev, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Rússlandi, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað fjölda morða.

Izmestjev er olíubraskari frá héraðinu Bashkiria, og var um hríð öldungardeildarþingmaður, en hann var einnig fjárhagslegur bakhjarl Kingisepp-bófaflokksins sem myrti 14 manns á árabilinu 1992 til 2004.

Fjórir aðrir meðlimir klíkunnar voru dæmdir í allt að 23 ára fangelsi

Gagnrýnendur stjórnvalda í Rússlandi segja að hundruð glæpamanna hafi náð pólitískum frama þar í landi. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×