Viðskipti erlent

Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum

Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla.

Þingmaðurinn, Charles Schumer að nafni, krefst þess að bandarísk yfirvöld komi í veg fyrir þetta svindl Kínverjanna þar sem innflutningur á hunangi þaðan komi mjög illa við innlenda hunangsframleiðslu. Hunang er einkum framleitt í New York ríki í Bandaríkjunum.

Forsaga málsins er sú að fyrir næstum áratug settu bandarísk stjórnvöld himinnháa tolla á kínverskt hunangs þar sem þau töldu að Kínverjarnir væru að selja sitt hunang á undirverðum. Þetta hefur haft þau áhrif að nú flytja Kínverjar sitt hunang til Bandaríkjana í gegnum þriðja aðila, einkum Malasíu og Indónesíu og þar með komast þau undan þessum ofurtollum.

Schumer segir að fyrir utan þetta svindl séu Kínverjar einnig að flytja inn hunang í gegnum skálkaskjól sem loki og hverfi þegar kemur að því að greiða tollana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×