Máttur Indlands eflist í Formúlu 1 13. apríl 2010 13:55 Adrian Sutil og Lewis Hamilton börðust af kappi í síðustu keppni og það sýnir styrk Force India. Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira