Innlent

Stúdentaráð óttast brottfall

Jens Fjalar Skaptason
Jens Fjalar Skaptason

Ríflega sautján prósent á námsbækur mun bæði draga úr bóksölu og leiða til aukins brottfalls úr námi, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður stúdentaráðs HÍ, í opnu bréfi sem hann hefur ritað fjármálaráðherra til að vara við hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á bækur.

„Þrátt fyrir að LÍN láni fyrir kaupum á námsbókum er sú upphæð nú þegar algerlega úr takti við verðlag," segir Jens. „Fari þetta á versta veg og af breytingum verður er að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir sjóðinn að hækka lán til bókakaupa umtalsvert." - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×