Þúsund þorskar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. júlí 2010 06:00 Mér fannst alltaf að sérhver Íslendingur þyrfti að geta sagst hafa unnið í fiski, þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Síldarárin eru enda umvafin rómantík í hugum okkar. Ég var því með fiðrildi í maganum þegar ég var leidd inn í iðandi salinn í hvítum gúmmístígvélum. Í félagi við vinkonu hafði ég ráðið mig í vinnu í frystihúsi í þorpi við sjávarsíðuna og gat varla beðið eftir að demba mér í slorið. Sveitalubbinn ég hafði aldrei áður stigið inn í frystihús og yfirþyrmandi fisklyktin þrengdi sér inn um öll vit. Ég lét þó á engu bera og fylgdi verkstjóranum sem hraðstíg teymdi okkur um. Vinkonan var betur sett, alin upp í saltfiskvinnslu. Verkstjórinn talaði hátt til að yfirgnæfa hávaðann í vélunum. Eftir örstutta sýnikennslu í beitingu hnífa og brýningum skildi hún okkur eftir í höndum kvennanna á bandinu sem hraðhentar hreinsuðu flökin, þær myndu segja okkur til. Þegar ég sneri mér að næstu manneskju til að kynna mig leit hún ekki upp heldur öskraði „kar"! Hér var greinilega enginn tími fyrir kurteisishjal, hendur þyrftu að standa fram úr ermum. Handtökin voru mér ókunn. Ég skar hvert flakið á eftir öðru í tætlur þar sem ég slóst við hringormana og sneiddi ugga og sporð. Færibandið rúllaði fyrir framan mig og ég hafði ekki undan. Konan við hliðina á mér gaf mér illt auga þegar hún sópaði til sín flökunum sem ég hefði átt að klára og gaf ekkert fyrir afsakandi bros mitt. þegar vinnudegi lauk var lágt á mér risið. Ég stóð mig illa og ekkert skár næstu daga. Verkstjórinn færði okkur því á sögina og útundan mér sá ég konurnar á bandinu glotta þar sem við ráðvilltar eltum þá hraðstígu að hrikalegri söginni. „Sagið svo ekki af ykkur hendurnar" öskraði hún á okkur. Vinnudagurinn hófst klukkan 6 og stóð til klukkan 7, frí á sunnudögum. Flökurhvítar í framan afhausuðum við kola við hvínandi sögina í þrjár vikur. Þá gáfumst við upp, pökkuðum okkar hafurtaski og keyrðum á seinna hundraðinu heim, ekki með vott af rómantík í hjörtunum yfir slorlyktinni sem sat föst í vitunum. Mér finnst reyndar enn þá að sérhver Íslendingur þurfi að geta sagst hafa unnið í fiski, þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Og í hvert sinn sem ég hendi soðningu í pott hugsa ég til kvennanna á bandinu sem hirtu upp eftir mig slakann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun
Mér fannst alltaf að sérhver Íslendingur þyrfti að geta sagst hafa unnið í fiski, þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Síldarárin eru enda umvafin rómantík í hugum okkar. Ég var því með fiðrildi í maganum þegar ég var leidd inn í iðandi salinn í hvítum gúmmístígvélum. Í félagi við vinkonu hafði ég ráðið mig í vinnu í frystihúsi í þorpi við sjávarsíðuna og gat varla beðið eftir að demba mér í slorið. Sveitalubbinn ég hafði aldrei áður stigið inn í frystihús og yfirþyrmandi fisklyktin þrengdi sér inn um öll vit. Ég lét þó á engu bera og fylgdi verkstjóranum sem hraðstíg teymdi okkur um. Vinkonan var betur sett, alin upp í saltfiskvinnslu. Verkstjórinn talaði hátt til að yfirgnæfa hávaðann í vélunum. Eftir örstutta sýnikennslu í beitingu hnífa og brýningum skildi hún okkur eftir í höndum kvennanna á bandinu sem hraðhentar hreinsuðu flökin, þær myndu segja okkur til. Þegar ég sneri mér að næstu manneskju til að kynna mig leit hún ekki upp heldur öskraði „kar"! Hér var greinilega enginn tími fyrir kurteisishjal, hendur þyrftu að standa fram úr ermum. Handtökin voru mér ókunn. Ég skar hvert flakið á eftir öðru í tætlur þar sem ég slóst við hringormana og sneiddi ugga og sporð. Færibandið rúllaði fyrir framan mig og ég hafði ekki undan. Konan við hliðina á mér gaf mér illt auga þegar hún sópaði til sín flökunum sem ég hefði átt að klára og gaf ekkert fyrir afsakandi bros mitt. þegar vinnudegi lauk var lágt á mér risið. Ég stóð mig illa og ekkert skár næstu daga. Verkstjórinn færði okkur því á sögina og útundan mér sá ég konurnar á bandinu glotta þar sem við ráðvilltar eltum þá hraðstígu að hrikalegri söginni. „Sagið svo ekki af ykkur hendurnar" öskraði hún á okkur. Vinnudagurinn hófst klukkan 6 og stóð til klukkan 7, frí á sunnudögum. Flökurhvítar í framan afhausuðum við kola við hvínandi sögina í þrjár vikur. Þá gáfumst við upp, pökkuðum okkar hafurtaski og keyrðum á seinna hundraðinu heim, ekki með vott af rómantík í hjörtunum yfir slorlyktinni sem sat föst í vitunum. Mér finnst reyndar enn þá að sérhver Íslendingur þurfi að geta sagst hafa unnið í fiski, þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Og í hvert sinn sem ég hendi soðningu í pott hugsa ég til kvennanna á bandinu sem hirtu upp eftir mig slakann.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun