Hamilton horfir til sigurs 24. mars 2010 11:15 Lewis Hamilton stýrir skútu í Sydney, en stýrir Mclaren bílnum í Melbourne um helgina. Mynd: Getty Images Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton. Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton.
Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira