Hamilton horfir til sigurs 24. mars 2010 11:15 Lewis Hamilton stýrir skútu í Sydney, en stýrir Mclaren bílnum í Melbourne um helgina. Mynd: Getty Images Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira