Þverbrestur þingsins Ólína Þorvarðardóttir skrifar 5. október 2010 06:00 Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Átta guðfræðingar hafa birt athyglisverðan pistil á vefsíðunni tru.is þar sem þeir áfellast Alþingi Íslendinga í svokölluðu „Landsdómsmáli". Guðfræðingarnir ræða þá óvæntu niðurstöðu að Geir H. Haarde skuli einn kallaður til ábyrgðar fyrir landsdómi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Telja þeir að þingið hafi ekki reynst þeim vanda vaxið að kalla ráðherra til ábyrgðar á grundvelli 14. greinar stjórnarskrár sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál." Ég tek undir með pistlahöfundunum að það hefur verið átakanlegt að horfa upp á ráðaleysi þingmanna gagnvart því ábyrgðarhlutverki sem þeir hafa í umboði almennings: Að skapa framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald. En hvað var það sem brást? Þegar sprungur myndast, þá verður einhvers staðar brestur undan þrýstingi og út frá honum rifnar stærri sprunga sem getur kvíslast og teygt sig bæði djúpt og langt. Brestur þessa máls varð í úrvinnslunni á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis (RNA). Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var áfellisdómur yfir stjórnvöldum og stjórnsýslu landsins. Þinginu bar að bregðast við niðurstöðum nefndarinnar og gera ráðstafanir til úrbóta í því efni. Skipuð var sérstök þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar, alþingismanns og lögmanns. Atla-nefndinni svokölluðu var falið með sérstakri samþykkt á Alþingi að vinna úr niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar. Það tókst að hluta til. Tillögur nefndarinnar um almennar úrbætur á stjórnarfari okkar hlutu góðan hljómgrunn í þinginu og um þær var einhuga sátt. Öðru máli gegnir um þann þátt sem snýr að landsdómi - þar mistókst úrvinnslan hrapallega. Ástæðan er einfaldlega sú að Atla-nefndin lét sér ekki nægja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis þegar kom að spurningunni um að ákæra fyrrverandi ráðherra. RNA hafði komist að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrverandi ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson hefðu brugðist starfsskyldum sínum sem ráðherrar efnahags- og fjármálakerfis með aðgerðaleysi og/eða vanrækslu sem þyrfti frekari rannsóknar við á réttum vettvangi. Rannsóknarnefndin undanskildi hins vegar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hlutverk hennar sem utanríkisráðherra væri ekki hægt að heimfæra á það sem gerðist í bankahruninu. Þar með var ekki dregið úr pólitískri ábyrgð hennar sem formanns Samfylkingarinnar á þeim tíma, heldur horft til ákvæða stjórnarskrár og laga um ráðherraábyrgð. Alþingi getur samkvæmt fyrrnefndu stjórnarskrárákvæði aðeins kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra á viðkomandi málasviði, þ.e. því málasviði sem undir ráðuneytið heyra. Ég er sammála niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og greiddi atkvæði í samræmi við það þegar málið kom til kasta Alþingis í síðustu viku. Ég tel einnig að ef þingmannanefndin hefði haldið sig við niðurstöðu RNA hefði atkvæðagreiðslan í þinginu farið á annan veg en varð, og línur orðið mun skýrari. En þingmannanefndin gekk lengra. Meirihluti Atla-nefndarinnar vildi koma lögum yfir fleiri en þá sem skýrsla RNA gaf ástæðu til. Sá þrýstingur varð aftur til þess að nefndin þríklofnaði þar sem tveir vildu engan ákæra, tveir vildu ákæra þrjá, fimm vildu ákæra fjóra. Þarna varð sá þverbrestur í starfi nefndarinnar sem nú hefur teygt sig inn í þingið og dregið dilk á eftir sér. Þrýstingurinn sem þetta olli varð nefndinni og þinginu ofraun. Afleiðingin er sú að Alþingi Íslendinga hefur nú heykst á því að veita framkvæmdarvaldinu raunverulegt aðhald og láta fara fram viðhlítandi rannsókn fyrir dómstólum á hlut stjórnvalda í hrunferlinu 2008. Nú verður það einungis einn maður sem mun standa skil á gjörðum sínum frammi fyrir landsdómi - þegar hið rökrétta hefði verið að fagráðherrarnir í ríkisstjórn hans hefðu einnig sætt rannsókn á sömu forsendum og átt þess kost að verjast fyrir dómi. Þeir síðarnefndu verða nú lykilvitni í málaferlunum. Þeirra hlutskipti er orðið það að fá aldrei endanlegar lyktir síns máls á opinberum vettvangi, hvorki til sektar né sýknu. Eftir situr þjóðin höggdofa yfir niðurstöðunni, en þingheimur ráðvilltur, reiður og marg klofinn í afstöðu sinni. Afleit niðurstaða fyrir alla sem hlut eiga að þessu máli.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar