Sænsk stjórnvöld skamma Nordea fyrir bónusgreiðslur 14. janúar 2010 09:58 Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Starfsmenn Nordea bankans eiga í vændum bónusgreiðslur upp á samtals um 50 milljarða kr. fyrir síðasta ár ef áform stjórnar bankans ná fram að ganga. Þetta hefur vakið hörð viðbrögð hjá sænskum stjórnvöldum sem telja þessar greiðslur alltof háar og í engu samræmi við rekstur bankans. Fjallað er um málið á busness.dk þar sem vitnað er til vefsíðunnar e24.se. Þar er haft eftir Mats Odell viðskiptaráðherra Svíþjóðar að hann líti á Nordea eins og aðra banka. Þessar bónusgreiðslur séu gríðarlega háar í samanburði við stöðuna almennt í þjóðfélaginu. „Þetta er ímyndarvandamál fyrir Nordea," segir Odell. Þess má geta að sænsk stjórnvöld hafa töluvert að segja um stjórn Nordea enda er sænska ríkið stærsti eigandi bankans með um 20% eignarhlut. Þar að auki veittu sænsk stjórnvöld bankanum stuðning í miðri fjármálakreppunni á síðasta ári. Fari svo að Nordea hafi sitt fram og þessi bónus verður greiddur til starfsmanna er um að ræða stærstu bónusgreiðslur í sögu bankans. Greinendur hafa reiknað upphæðin út frá væntingum um hagnað Nordea á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en hann er talinn nema hátt í 80 milljörðum kr. Síðan er reiknað með að bónusgreiðslurnar verði sama hlutfall af hagnaði og varð á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Mats Odell segir að hann trúi því ekki að stjórn bankans ætli að halda sig við þessi áform um bónusgreiðslurnar. Bendir hann á að sænski fjármálageirinn sé í sinni verstu kreppu síðan 1930. Um 100.000 manns hafi misst vinnu sína í Svíþjóð og aðrir launþegar hafa þurft að taka á sig launalækkanir.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira