Framtíð Aldrei fór ég suður í óvissu 30. nóvember 2010 06:00 Mugison og fleiri hafa unnið ókeypis í átta ár að ísfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður en nú er komin þreyta í mannskapinn. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira