Erlent

Olli tjóni við ströndina

Fellibylurinn Alex fór ekki jafn nálægt olíuleka BP í Mexíkóflóa og óttast var í gær. Hann olli nokkru tjóni á húsum við ströndina.
Fellibylurinn Alex fór ekki jafn nálægt olíuleka BP í Mexíkóflóa og óttast var í gær. Hann olli nokkru tjóni á húsum við ströndina. Fréttablaðið/AP

Búist er við að olíuhreinsunarstarf við Mexíkóflóa tefjist um allt að hálfan mánuð vegna fellibylja, sem eru að fara yfir svæðið.

Fellibyljatímabilið er að hefjast og stendur það fram til nóvemberloka. Veður­fræðingar í Bandaríkjunum óttast að fellibylirnir í ár verði með þeim verstu sem sést hafi.

Fellibylurinn Alex fór yfir Mexíkóflóa í gær og olli nokkru tjóni í strandbæjum. Hann fór þó ekki jafn nálægt hreinsunar­svæði við flóann og óttast var. Undir kvöld í gær bráði af Alex og var hann þá orðinn að hitabeltisstormi. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×