Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 18:45 Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Innlendar Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1
Innlendar Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira