Webber vill ræða áreksturinn við Vettel 1. júní 2010 12:53 Vettel varð að hætta keppni eftir árekstur við Mark Webber í Tyrklandi á sunnudag. Mynd: Getty Images Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber og Sebastian Vettel lentu í árekstri þegar þeir voru í forystuhlutverki í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn. Vettel reyndi að fara framúr Webber, en þeir skullu saman með þeim afleiðingum að Vettel féll úr leik, en Webber náði þriðja sæti á eftir Lewis Hamilton og Jenson Button. Vettel og Webber voru efstir og jafnir að stigum fyrir mótið í Tyrklandi og Webber leiddi keppnina, en var eltur af Vettel, Hamilton og Button. Hvorki Vettel né Webber vilja meina að þeir hafi breytt rangt í atvikunu, en forsvarmaður Red Bull telur að þeir hefðu átt að sýna meiri skynsemi. Liðið tapaði af dýrmætum stigum og þeir sömuleiðis. "Seb (astian) og ég munum setjast niður og ræða málin. Við megum ekki gera svona mistök aftur. Við munum líklega hafa misjafna skoðun á því sem gerðist, þar til yfir lýkur, en við erum báðir fullorðnir og verðum að geta keppt án þess að lið okkar verði fyrir áfalli", sagði Webber í grein sem hann skrifaði í ástralska blaðið Daily Telepgraph. Autosport.com greinir frá þessu í dag. "Ef við hefðum verið að berjast um átjánda eða nítjánda sætið, þá hefði öllum verið sama. Við vorum að berjast um fyrsta sætið og því vilja allir vita um málið. Vettel var með meiri hámarkshraða og ég sá hann koma að mér að innanverðu þegar við nálguðumst beygju tólf. Við vorum í slag um efsta sætið og ég hélt minni stöðu, til að hann þyrfti að aka á skítugri hluta brautarinnar á bremsukaflanum. Ég hélt línunni og hann beygði á mig. Við snertumst lítillega, en þegar maður er á 300 km hraða þá þarf ekki mikið til að allt endi með ósköpum", sagði Webber.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira