Forseti brasilíska félagsins Flamengo segir að landi sinn, Ronaldinho, sé æstur í að spila með félaginu. Hann vilji fara frá Milan og spila aftur í heimalandinu.
Fari Ronaldinho frá félaginu, sem og Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar, gæti Milan verið komið með nóg af peningum til þess að kaupa Zlatan Ibrahimovic frá Barcelona.
Milan er búið að vera á höttunum eftir honum í allt sumar en ekki átt peninga til þess að kaupa hann.
Zlatan yrði þó alltaf að taka á sig launalækkun færi hann til Milan.