Bréf forsetans ekki afhent 20. janúar 2010 01:30 forsetinn á indlandi Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. Fréttablaðið/GVA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira