Bréf forsetans ekki afhent 20. janúar 2010 01:30 forsetinn á indlandi Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti Nehru-verðlaununum á Indlandi í síðustu viku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að traust í samskiptum ríkja gæti beðið hnekki ef bréf forseta til erlendra þjóðhöfðingja í þágu bankanna yrðu gerð opinber. Fréttablaðið/GVA Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis óskaði eftir aðgangi að bréfum, sem forsetinn hefði ritað í þágu banka eða fjármálafyrirtækja, sendi forsetaskrifstofa nefndinni sautján bréf til skoðunar. Blaðamaður Fréttablaðsins bað um aðgang að bréfunum á grundvelli upplýsingalaga. Í fyrstu var synjað um aðgang en eftir að kært var til úrskurðarnefndar birti forsetaskrifstofan átta af bréfunum sautján en sagði að hin níu yrðu ekki gerð opinber þar sem þau væru rituð þjóðhöfðingjum eða æðstu forsvarsmönnum ríkja sem enn eru í embætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú staðfest þá ákvörðun. Nefndin segir að þótt í bréfunum sé ekki að finna viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja gæti opinber birting haft í för með sér að traust í samskiptum biði hnekki. Blaðamaður benti á að eitt bréfanna væri ritað til Alexanders krónprins, sem sé hvorki þjóðhöfðingi né meðal æðstu manna í lýðveldinu Serbíu, þótt hann geri tilkall til þess að konungdæmi verði endurreist í því landi. Nefndin telur ljóst að bréfið til Alexanders hafi forseti Íslands „ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar“. „Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað“ eigi að varðveita trúnað um efni bréfsins. Er sú ákvörðun tekin með vísan í 2. málsgrein 6. greinar upplýsingalaga um að takmarka megi aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Miðað við þá niðurstöðu nefndarinnar verður efni þess bréfs, líkt og hinna átta, ekki gert opinbert fyrr en 30 árum eftir að það var ritað. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira