JP Morgan fær risasekt í Bretlandi 3. júní 2010 10:44 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira