Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla 15. september 2010 01:00 Bílamergð í Peking Kína er einn stærsti markaður bifreiða í heiminum. Þar seljast nú um 17 milljón bílar á ári hverju.nordicphotos/AFP Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku. Allt er þetta liður í þeim áformum Kínverja að verða í fararbroddi grænnar tæknivæðingar í heiminum. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í bandaríska dagblaðinu New York Times nýverið. Vestrænir sérfræðingar segja þessar ráðstafanir vissulega skref í áttina, en óvíst hvort það dugi til að Kínverjar nái þessum metnaðarfullu markmiðum sínum. Jafnt hagfræðingar sem náttúrufræðingar fylgjast grannt með þróun þessara mála í Kína, enda er orkunotkun í Kína nú orðin meiri en í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði var meðal annars skýrt frá því að sextán stór fyrirtæki í ríkiseigu hafi undirrtiað samkomulag um að vinna að rannsóknum og þróun umhverfisvænna bifreiða. Stjórnvöld ætla að leggja nærri tvö þúsund milljarða króna í þetta verkefni. Stefnt er að því að á næstu árum verði meira en milljón rafbíla og tvinnbíla á götunum í Kína, en sala bifreiða hefur aukist þar hröðum skrefum síðustu árin, en í síðasta mánuði seldust þar rúmlega 1,2 milljónir bifreiða. Þótt fátækt sé útbreidd í Kína hafa stjórnvöld yfir miklu fé að ráða og láta sig ekki muna um að sýna fulla hörku til að koma metnaðarfullum áformum sínum í framkvæmd. Snemma í ágúst birtu kínversk stjórnvöld lista yfir 2.087 orkufrekar verksmiðjur, meðal annars sements- og stálverksmiðjur, sem verður lokað fyrir septemberlok. Til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mótspyrnu, meðal annars þeirra sveitarfélaga sem njóta góðs af starfsemi verksmiðjanna, var jafnframt skýrt frá því að bönkum verði bannað að veita þessum verksmiðjum frekari lán, auk þess sem rafmagn verður tekið af þeim ef ástæða þykir til. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira