Viðskipti erlent

Evrumarkaðir öskra á gleðipillur

Óvissa um framtíð bankanna, ríkisskuldakreppan, BP, atvinnuleysið o.sv.fr. Útlitið er kolsvart á mörkuðunum í evrulöndunum.

Það sem af er degi hefur FTSE vísitalan í London fallið um 2,2%, Dax í Frankfurt fellur um 2,1% og Cac 40 í París er 2,7% í mínus á hádegi. Í Kaupmannahöfn er ástandið lítið skárra, C20 vístalan er tæplega 2% í mínus. Það er engin gleði í farvatninu.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir Lee Hardman, gjaldmiðlasérfræðingur hjá Bank of Tokyo Mitsubishi, að teikn séu á lofti um að efnahagsbatinn í heiminum sé að missa flugið. Sérstaklega í Bandaríkjunum og Kína tveimur af stærstu efnahagsaflvélunum.

Á sama tíma berast fréttir um að atvinnuleysið hafi aukist á evrusvæðinu og að evran sjálf haldi áfram að veikjast gagnvart dollaranum. Hefur gengi evrunnar ekki verið veikara gagnvart dollaranum síðan árið 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×