Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby 7. janúar 2010 08:45 Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira