Hinir dómbæru Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. september 2010 00:01 Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum. Til stendur að draga nokkra afglapa úr stjórnmálastétt fyrir landsdóm. Landsdómur hefur aldrei verið brúkaður frá því hann var settur á laggirnar árið 1905. Lögin um hann eru í grunninn þau sömu og fyrir 105 árum. Sagt er að eitt mesta böl þjóðarinnar hafi verið að tapa tengslum við sögu sína. Prófum að setja landsdóminn í sögulegt samhengi. Lögin um landsdóm standa Napóleónsstríðunum nær í tíma en bankahruninu á Íslandi. Þau voru samþykkt í blábyrjun vélvæðingarinnar, þegar Ísland var ennþá konungsríki. Það voru enn níu ár í að fyrri heimsstyrjöldin yrði háð og talsvert lengra í þá seinni. Vistarbandið hafði verið afnumið aðeins níu árum fyrr, konur höfðu ekki enn fengið kosningarétt, dauðarefsing var enn í gildi, Háskóli Íslands hafði ekki verið stofnaður og pensilín var ekki komið til sögunnar. Það voru 25 ár í Kreppuna miklu og rúm öld þar til annað efnahagshrun af viðlíka stærðargráðu átti eftir að dynja yfir. Það hefur með öðrum orðum ansi margt á daga okkar drifið frá því að lög um landsdóm voru sett. Það má eiginlega segja að samfélagið hafi tekið fullkomnum stakkaskiptum. Það þýðir auðvitað ekki að öll gömul lög hljóti að vera úreld; sum lög, sérstaklega þau sem lúta að mannréttindum, mega heita algild. En lögin um ráðherraábyrgð og framkvæmd þeirra eru ekki þar á meðal. Ef við ætlum dusta rykið af þessu ryðgaða amboði, sem legið hefur óbætt hjá garði frá því það var smíðað, til að reyna að berja í bresti meingallaðs stjórnkerfis verður árangurinn eftir því. Það er vís leið til glötunar. Þetta er ekki Nýja Ísland, þetta er Hundrað og fimm ára Ísland. Staðreyndin er sú að við höfum engin haldbær úrræði til að draga vonda stjórnmálamenn til refsiábyrgðar fyrir utan hið almenna dómskerfi. Við getum ekki reynt að horfa fram hjá því með því að efna til pólitískra réttarhalda í skjóli þess að lögfræðilega sé það hægt. Það er lítið réttlæti fólgið í því. Skárra er að treysta á dóm sögunnar en dóm sem heyrir sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Landsdómur Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Það er svo merkilegt með fortíðina að þótt hún sé ekki til sem slík er hún samt svo römm að afli. Þótt fortíðin sé liðin getur hún engu að síður ráðið svo miklu um hvert við förum og hvernig okkur farnast þegar við komumst þangað. Eftir hrun átti til dæmis að reisa „nýtt" Ísland á „gömlum" gildum; slátri, lopapeysum, innanlandsferðalögum og Lindubuffi. Og nú hefur fortíðarhyggjan hafið innreið sína í dómskerfið, eftir krókaleiðum. Til stendur að draga nokkra afglapa úr stjórnmálastétt fyrir landsdóm. Landsdómur hefur aldrei verið brúkaður frá því hann var settur á laggirnar árið 1905. Lögin um hann eru í grunninn þau sömu og fyrir 105 árum. Sagt er að eitt mesta böl þjóðarinnar hafi verið að tapa tengslum við sögu sína. Prófum að setja landsdóminn í sögulegt samhengi. Lögin um landsdóm standa Napóleónsstríðunum nær í tíma en bankahruninu á Íslandi. Þau voru samþykkt í blábyrjun vélvæðingarinnar, þegar Ísland var ennþá konungsríki. Það voru enn níu ár í að fyrri heimsstyrjöldin yrði háð og talsvert lengra í þá seinni. Vistarbandið hafði verið afnumið aðeins níu árum fyrr, konur höfðu ekki enn fengið kosningarétt, dauðarefsing var enn í gildi, Háskóli Íslands hafði ekki verið stofnaður og pensilín var ekki komið til sögunnar. Það voru 25 ár í Kreppuna miklu og rúm öld þar til annað efnahagshrun af viðlíka stærðargráðu átti eftir að dynja yfir. Það hefur með öðrum orðum ansi margt á daga okkar drifið frá því að lög um landsdóm voru sett. Það má eiginlega segja að samfélagið hafi tekið fullkomnum stakkaskiptum. Það þýðir auðvitað ekki að öll gömul lög hljóti að vera úreld; sum lög, sérstaklega þau sem lúta að mannréttindum, mega heita algild. En lögin um ráðherraábyrgð og framkvæmd þeirra eru ekki þar á meðal. Ef við ætlum dusta rykið af þessu ryðgaða amboði, sem legið hefur óbætt hjá garði frá því það var smíðað, til að reyna að berja í bresti meingallaðs stjórnkerfis verður árangurinn eftir því. Það er vís leið til glötunar. Þetta er ekki Nýja Ísland, þetta er Hundrað og fimm ára Ísland. Staðreyndin er sú að við höfum engin haldbær úrræði til að draga vonda stjórnmálamenn til refsiábyrgðar fyrir utan hið almenna dómskerfi. Við getum ekki reynt að horfa fram hjá því með því að efna til pólitískra réttarhalda í skjóli þess að lögfræðilega sé það hægt. Það er lítið réttlæti fólgið í því. Skárra er að treysta á dóm sögunnar en dóm sem heyrir sögunni til.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun