Sósíalistar og utanríkisstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar 20. nóvember 2010 03:45 VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB. Í síðustu kosningum byggðist neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokksins þó á hagsmunamati sem endurskoða þyrfti á hverjum tíma. VG var á grundvelli hugsjóna alfarið andvígt aðild en sagði jafnframt að málið myndi ekki koma í veg fyrir stjórnarmyndun. Framsóknarflokkurinn, Borgarahreyfingin og Samfylkingin voru hins vegar með aðildarumsókn. Þeir þrír flokkar sem höfðu aðildarumsókn á dagskrá fengu hreinan meirihluta þingmanna. Í atkvæðagreiðslu um umsóknina gekk meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar úr skaftinu. Á hinn bóginn var meirihluti þingmanna VG fylgjandi. Þrátt fyrir þessa víxlun atkvæða var niðurstaðan í samræmi við skýran vilja meirihluta kjósenda. Fyrr á þessu ári fundu forystumenn Heimssýnar upp á því að fullyrða að Alþingi hefði alls ekki samþykkt að sækja um aðild. Það hefði aðeins heimilað könnun á þeim möguleika. Ríkisstjórnin hefði því farið út fyrir umboð sitt og rétt væri að afturkalla umsóknina. Allir læsir menn vita að þessi röksemdafærsla á enga stoð í raunveruleikanum. Hún er hrein hugarleikfimi. Í pólitík getur áróðursskáldskapur af þessu tagi þó orðið að raunverulegu vandamáli. Flokksráð VG glímir við það á fundi í dag. Vandi VG liggur ekki í því að hafa gert málamiðlun um hugmyndafræðilegt grundvallaratriði. Hann skýrist miklu fremur af þeirri tvöfeldni að byggja málamiðlunina á því að vera bæði með og á móti. Í ljósi sögunnar Flokkar sósíalista með mismunandi nöfnum hafa nú sjö sinnum tekið þátt í ríkisstjórn á lýðveldistímabilinu. Þó að stefnan í utanríkis- og varnarmála hafi í orði kveðnu aðgreint þá meir frá öðrum flokkum en nokkurt annað málefni hefur hún aðeins einu sinni leitt til stjórnarslita. Það var árið 1946. Ástæðan var samningur við Bandaríkjamenn um afnot Keflavíkurflugvallar. Eftir stofnun NATO hafa flokkar sósíalista aldrei gert kröfu um úrsögn við stjórnarmyndun. Tvisvar sömdu þeir um brottför varnarliðsins. Í bæði skiptin létu þeir gott heita að við það var ekki staðið. Í því ljósi ætti ESB málið ekki að vefjast fyrir VG nú. Vandinn er þó sá að sósíalistaflokkarnir sem hér eiga hlut að máli hafa aldrei tekið ábyrgð á nýjum skrefum í utanríkismálum þó að þeir hafi sætt sig við orðinn hlut eftir á. Á því er óneitanlega talsverður munur. Stjórnarsáttmálinn felur ekki í sér breytingu að þessu leyti. VG axlar ekki með honum ábyrgð á að þjóðin taki nýtt skref fram á við í Evrópusamvinnunni sem hófst með aðildinni að NATO. Fyrir þá sök er Samfylkingin í blindgötu með málið; aðeins mislangri eftir því hvor armurinn verður hlutskaprari á fundi VG í dag. Hægri vængurinn og utanríkisstefnan Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans. Félagsskapurinn Sjálfstæðir Evrópumenn var stofnaður fyrr á þessu ári undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Flestir félagsmanna koma úr röðum kjósenda og fyrrum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Tilgangurinn var að breikka pólitískt bakland aðildarsamninga sem þjóðin gæti síðan fellt lokadóm um. Upp á síðkastið hefur mátt greina aukin áhrif þessara nýju samtaka. Meira fer fyrir málflutningi þeirra sem eru á miðju stjórnmálanna og til hægri við hana til stuðnings því að samningaferlinu verði lokið. Færri þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka nú undir kröfuna um að ógilda umsóknarályktun Alþingis. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú þegar með afdráttarlausum hætti lýst stuðningi við umsóknarferlið. Víðast hvar hefur Evrópusamvinnan verið borin uppi af hægriflokkum, miðflokkum og sósíaldemókrötum eins og var um NATO. Hér hefur um skeið verið tómarúm á hægri vængnum að þessu leyti. Líklegt er að það tómarúm muni fyllast fyrir næstu kosningar. Þar liggur sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn standi vilji til að nýta það. Glöggt má merkja að þeir sem hafa fyrir daglegan starfa að birta persónulega níðskældni um stuðningsmenn aðildarumsóknar finna fyrir hræringum í þessa átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB. Í síðustu kosningum byggðist neikvæð afstaða Sjálfstæðisflokksins þó á hagsmunamati sem endurskoða þyrfti á hverjum tíma. VG var á grundvelli hugsjóna alfarið andvígt aðild en sagði jafnframt að málið myndi ekki koma í veg fyrir stjórnarmyndun. Framsóknarflokkurinn, Borgarahreyfingin og Samfylkingin voru hins vegar með aðildarumsókn. Þeir þrír flokkar sem höfðu aðildarumsókn á dagskrá fengu hreinan meirihluta þingmanna. Í atkvæðagreiðslu um umsóknina gekk meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar úr skaftinu. Á hinn bóginn var meirihluti þingmanna VG fylgjandi. Þrátt fyrir þessa víxlun atkvæða var niðurstaðan í samræmi við skýran vilja meirihluta kjósenda. Fyrr á þessu ári fundu forystumenn Heimssýnar upp á því að fullyrða að Alþingi hefði alls ekki samþykkt að sækja um aðild. Það hefði aðeins heimilað könnun á þeim möguleika. Ríkisstjórnin hefði því farið út fyrir umboð sitt og rétt væri að afturkalla umsóknina. Allir læsir menn vita að þessi röksemdafærsla á enga stoð í raunveruleikanum. Hún er hrein hugarleikfimi. Í pólitík getur áróðursskáldskapur af þessu tagi þó orðið að raunverulegu vandamáli. Flokksráð VG glímir við það á fundi í dag. Vandi VG liggur ekki í því að hafa gert málamiðlun um hugmyndafræðilegt grundvallaratriði. Hann skýrist miklu fremur af þeirri tvöfeldni að byggja málamiðlunina á því að vera bæði með og á móti. Í ljósi sögunnar Flokkar sósíalista með mismunandi nöfnum hafa nú sjö sinnum tekið þátt í ríkisstjórn á lýðveldistímabilinu. Þó að stefnan í utanríkis- og varnarmála hafi í orði kveðnu aðgreint þá meir frá öðrum flokkum en nokkurt annað málefni hefur hún aðeins einu sinni leitt til stjórnarslita. Það var árið 1946. Ástæðan var samningur við Bandaríkjamenn um afnot Keflavíkurflugvallar. Eftir stofnun NATO hafa flokkar sósíalista aldrei gert kröfu um úrsögn við stjórnarmyndun. Tvisvar sömdu þeir um brottför varnarliðsins. Í bæði skiptin létu þeir gott heita að við það var ekki staðið. Í því ljósi ætti ESB málið ekki að vefjast fyrir VG nú. Vandinn er þó sá að sósíalistaflokkarnir sem hér eiga hlut að máli hafa aldrei tekið ábyrgð á nýjum skrefum í utanríkismálum þó að þeir hafi sætt sig við orðinn hlut eftir á. Á því er óneitanlega talsverður munur. Stjórnarsáttmálinn felur ekki í sér breytingu að þessu leyti. VG axlar ekki með honum ábyrgð á að þjóðin taki nýtt skref fram á við í Evrópusamvinnunni sem hófst með aðildinni að NATO. Fyrir þá sök er Samfylkingin í blindgötu með málið; aðeins mislangri eftir því hvor armurinn verður hlutskaprari á fundi VG í dag. Hægri vængurinn og utanríkisstefnan Sú pólitíska tvöfeldni VG að greiða atkvæði með aðildarumsókn en vera jafnframt á móti aðild veikir stöðu Íslands í samningaviðræðum. Hún útilokar jafnframt að unnt verði að ljúka samningum nema fleiri flokkar verði þá tilbúnir til að axla ábyrgð á niðurstöðunni. Ástæðan er sú að það er andstætt þingræðisreglunni að utanríkisráðherra undirriti samning ef meirihluti þingmanna styður ekki efni hans. Félagsskapurinn Sjálfstæðir Evrópumenn var stofnaður fyrr á þessu ári undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Flestir félagsmanna koma úr röðum kjósenda og fyrrum kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Tilgangurinn var að breikka pólitískt bakland aðildarsamninga sem þjóðin gæti síðan fellt lokadóm um. Upp á síðkastið hefur mátt greina aukin áhrif þessara nýju samtaka. Meira fer fyrir málflutningi þeirra sem eru á miðju stjórnmálanna og til hægri við hana til stuðnings því að samningaferlinu verði lokið. Færri þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka nú undir kröfuna um að ógilda umsóknarályktun Alþingis. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nú þegar með afdráttarlausum hætti lýst stuðningi við umsóknarferlið. Víðast hvar hefur Evrópusamvinnan verið borin uppi af hægriflokkum, miðflokkum og sósíaldemókrötum eins og var um NATO. Hér hefur um skeið verið tómarúm á hægri vængnum að þessu leyti. Líklegt er að það tómarúm muni fyllast fyrir næstu kosningar. Þar liggur sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn standi vilji til að nýta það. Glöggt má merkja að þeir sem hafa fyrir daglegan starfa að birta persónulega níðskældni um stuðningsmenn aðildarumsóknar finna fyrir hræringum í þessa átt.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun