Dómarinn umdeildi, Mark Clattenburg, mun í kvöld dæma sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar að Auxerre mætir Ajax í G-riðli í kvöld.
Clattenburg hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu daga eftir að hann dæmdi umdeild mark Nani fyrir Manchester United gilt í 2-0 sigri liðsins á Tottenham um helgina.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sagði það einhver verstu mistök sem hann hefur séð dómara gera.
Clattenburg mun ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina en mætir aftur til leiks á þriðjudaginn þegar að Stoke leikur gegn Birmingham.
Fótbolti