Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst að nýju í Danmörku

Atvinnuleysi í Danmörku er nú aftur að aukast eftir að hafa stöðugt minnkað frá því í nóvember á síðasta ári.

Nýjar tölur sýna að atvinnuleysi jókst í júní og bættust þá 2.000 manns í hóp atvinnulausra.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum eru aðhalds- og sparnaðaraðgerðir danskra stjórnvalda hafnar og eru þær taldar ástæða þess að atvinnuleysi í landinu eykst að nýju.

Verkalýðsforingjar telja tímasetninguna á þessum aðgerðum ekki rétta og vilja að þeim verði frestað fram á haustið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×