Ólafur Stephensen: Sterkari rammi Ólafur Stephensen skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað. Það er rétt hjá Þórði að virkur hlutabréfamarkaður er ein frumforsenda þess að efnahagslífið nái sér aftur á strik. Áhættufælni fjárfesta og skortur á fjárfestingarkostum veldur því meðal annars að sparifé leitar í bankainnistæður og ríkisskuldabréf. Það er ekki í vinnu fyrir atvinnulífið sem eigið fé í fyrirtækjum. Sömuleiðis er það rétt hjá Kauphallarforstjóranum að ef rétt er á haldið, stuðlar skráning fyrirtækja á markað, í stað þess að selja þau völdum fjárfestum, að meira gegnsæi og trausti. Aukinheldur yrði almenningi, en ekki aðeins peningamönnum, gefinn kostur á að eignast hlutdeild í ávinningnum af nýrri uppsveiflu í atvinnulífinu. Vandinn er sá að eftir bankahrunið nýtur hlutabréfamarkaðurinn einskis trausts. Um tíma virtist sem þar væri hægt að auðgast nánast endalaust. Áratuginn 1998-2007 hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en sambærilegar vísitölur í nokkru öðru þróuðu ríki. Það voru ekki sízt bankarnir, sem blésu bóluna út; þeir stóðu undir lokin fyrir nærri þrjá fjórðu hluta úrvalsvísitölunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið hvernig þeir beittu óvönduðum meðulum til að hækka verðið á eigin bréfum. Hluti af því máli er nú til rannsóknar hjá saksóknara. Þegar bankarnir féllu var fall hlutabréfamarkaðarins að sama skapi hátt, það næstmesta í heimi árið 2008. Eignir fjölda fólks gufuðu upp; hlutabréf sem fólk átti í eigin nafni eða óbeint í gegnum lífeyrissjóðinn sinn. Þegar af þessari ástæðu vantreysta margir hlutabréfamarkaðnum. Við bætist að stórir eigendur í skráðum félögum, ekki sízt bönkunum, hunzuðu hagsmuni smærri hluthafa. Upplýsingagjöf var misvísandi og eftirliti með markaðnum ábótavant. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið hafi brugðizt í því efni. Þá þurfi Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin að skýra verkaskiptingu sína til að markaðsmisnotkun á borð við þá sem föllnu bankarnir eru grunaðir um viðgangist ekki í lengri tíma. Það er þarft og nauðsynlegt að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en það gerist ekki nema samhliða margvíslegum umbótum, sem Þórður Friðjónsson nefnir sumar hverjar í grein sinni. Hlutafélagalöggjöfina þarf að efla, ekki sízt til að auka vernd smærri hluthafa. Koma þarf í veg fyrir að bankar eða fjármálafyrirtæki geti aftur leikið sama leikinn með hlutabréfaverðið. Efla þarf eftirlitið með markaðnum, þar á meðal af hálfu Kauphallarinnar sjálfrar. Stjórnvöld þurfa þannig að standa rækilega við bakið á endurreisn hlutabréfamarkaðarins með því að styrkja rammann sem honum er búinn. Ekki er síður mikilvægt að fjárfestar, smáir sem stórir, mæti til leiks á ný með raunhæfar væntingar. Verðhækkanir á borð við þær, sem tíðkuðust á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á áratugnum fyrir hrun, voru innistæðulausar og tjón margra eftir því þegar bólan sprakk. Ein forsenda heilbrigðs hlutabréfamarkaðar er að fjárfestarnir líti á eignir sínar sem langtímafjárfestingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, færir ágæt rök fyrir því í grein í Fréttablaðinu í gær að endurreisa þurfi hlutabréfamarkaðinn hér á landi, meðal annars með því að bankarnir skrái fyrirtækin, sem þeir eru nú með í fanginu, á markað. Það er rétt hjá Þórði að virkur hlutabréfamarkaður er ein frumforsenda þess að efnahagslífið nái sér aftur á strik. Áhættufælni fjárfesta og skortur á fjárfestingarkostum veldur því meðal annars að sparifé leitar í bankainnistæður og ríkisskuldabréf. Það er ekki í vinnu fyrir atvinnulífið sem eigið fé í fyrirtækjum. Sömuleiðis er það rétt hjá Kauphallarforstjóranum að ef rétt er á haldið, stuðlar skráning fyrirtækja á markað, í stað þess að selja þau völdum fjárfestum, að meira gegnsæi og trausti. Aukinheldur yrði almenningi, en ekki aðeins peningamönnum, gefinn kostur á að eignast hlutdeild í ávinningnum af nýrri uppsveiflu í atvinnulífinu. Vandinn er sá að eftir bankahrunið nýtur hlutabréfamarkaðurinn einskis trausts. Um tíma virtist sem þar væri hægt að auðgast nánast endalaust. Áratuginn 1998-2007 hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar meira en sambærilegar vísitölur í nokkru öðru þróuðu ríki. Það voru ekki sízt bankarnir, sem blésu bóluna út; þeir stóðu undir lokin fyrir nærri þrjá fjórðu hluta úrvalsvísitölunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið hvernig þeir beittu óvönduðum meðulum til að hækka verðið á eigin bréfum. Hluti af því máli er nú til rannsóknar hjá saksóknara. Þegar bankarnir féllu var fall hlutabréfamarkaðarins að sama skapi hátt, það næstmesta í heimi árið 2008. Eignir fjölda fólks gufuðu upp; hlutabréf sem fólk átti í eigin nafni eða óbeint í gegnum lífeyrissjóðinn sinn. Þegar af þessari ástæðu vantreysta margir hlutabréfamarkaðnum. Við bætist að stórir eigendur í skráðum félögum, ekki sízt bönkunum, hunzuðu hagsmuni smærri hluthafa. Upplýsingagjöf var misvísandi og eftirliti með markaðnum ábótavant. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Fjármálaeftirlitið hafi brugðizt í því efni. Þá þurfi Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin að skýra verkaskiptingu sína til að markaðsmisnotkun á borð við þá sem föllnu bankarnir eru grunaðir um viðgangist ekki í lengri tíma. Það er þarft og nauðsynlegt að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en það gerist ekki nema samhliða margvíslegum umbótum, sem Þórður Friðjónsson nefnir sumar hverjar í grein sinni. Hlutafélagalöggjöfina þarf að efla, ekki sízt til að auka vernd smærri hluthafa. Koma þarf í veg fyrir að bankar eða fjármálafyrirtæki geti aftur leikið sama leikinn með hlutabréfaverðið. Efla þarf eftirlitið með markaðnum, þar á meðal af hálfu Kauphallarinnar sjálfrar. Stjórnvöld þurfa þannig að standa rækilega við bakið á endurreisn hlutabréfamarkaðarins með því að styrkja rammann sem honum er búinn. Ekki er síður mikilvægt að fjárfestar, smáir sem stórir, mæti til leiks á ný með raunhæfar væntingar. Verðhækkanir á borð við þær, sem tíðkuðust á íslenzka hlutabréfamarkaðnum á áratugnum fyrir hrun, voru innistæðulausar og tjón margra eftir því þegar bólan sprakk. Ein forsenda heilbrigðs hlutabréfamarkaðar er að fjárfestarnir líti á eignir sínar sem langtímafjárfestingu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun