Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar 7. desember 2010 06:00 Össur Skarphéðinsson. Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur. WikiLeaks Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur.
WikiLeaks Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira