Hodgson: Getur ekki verið betra - myndband af marki Dempsey Elvar Geir Magnússon skrifar 19. mars 2010 09:45 Roy Hodgson. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira