Stendur á hátindi ferilsins Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2010 00:01 Sandra Bullock með Óskarsverðlaunin sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. nordicphotos/getty Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar. Razzie Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar.
Razzie Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira